Category Archives: Uncategorized

Bóklega próf Brunamálaskólans

þann 31 október var haldið bóklegt próf í brunamálaskólanum. Það voru sjö frá okkur sem tóku prófið. Framundan hjá þeim er að klára veklegar æfingarnar og taka svo lokapróf og verða þar með slökkviliðsmenn.

Verklega lokapróf brunamálaskólans 30 og 31 maí

IMG_5104Hér má sjá hópinn í Vík

20150531_142532Hér má sjá hópinn sem tók þátt Hveragerði

Dagana 30 og 31 maí var haldið verklega lokapróf brunamálaskólans hér í Vík og í Hveragerði. Í Vík var vatnsöflun og köld reykköfun. Voru 12 slökkviliðsmenn sem tóku þátt í á laugardeginum en þá var farið í það að leggja frá brunahana og dæla úr Víkuránni. Einnig var farið í kalda reykköfun í Vík . Á sunnudeginum fóru svo 8 menn til þeirra hjá Brunavörnum Árnessýslu og tóku próf í heitri reykköfun.

Starfsfólk Icelandair hótel Vík og Víkurskála á öryggisnámskeiði

IMG_0452    IMG_0459

Fórum við þrír frá slökkviliðinu og hittum starfsfólk Icelandair hótel Vík og víkurskála,  fórum yfir með þeim öryggismál og hvar slökkvitæki eru staðsett. þegar að búið var að fara í gönguferð um hótelið var fólkinu boðið út fyrir hús og þar fékk það að nota eldvarnarteppi og nokkar gerðir af slökkvitækjum. Tókst þetta í alla staði vel og erum við vissir um að þetta mum nýtast þeim vel.

Köld reykköfun æfing 6 mars

IMG_4398

Marsæfinginn okkar var köld reykköfun. Fengum lánaða íbúð hjá sveitarfélaginu til að nota við æfinguna, fylltum við húsið af reyk og sendum menn inn og áttu þeir að finna brúsa sem var búið að setja hér og þar um húsið. Gekk æfingin í alla staði mjög vel.

Þökkum sveitarfélagi fyrir lánið á húsinu.

Til að sjá fleiri myndir smellið á Read more…. Continue reading

Bílslys vestan við brúna á Kúðafljóti

IMG_0284

Fóru fjórir menn frá okkur langleiðina að Kúðafljóti til að aðstoða vegna bílslys. Tveir bílar höfðu keyrt framan á hvorn annan svo úr varð harður árekstur. þegar fyrstu 4 voru komnir á staðinn þá var það metið þannig að ekki þyrfti meiri mannskap og var þá þeim mannskap sem lagður var af stað snúið við.  Ekki þurfti að beyta klippum.

Vinningur i eldvarnargetraun

Í Nóvember fóru Ívar Páll og Ágúst Freyr í heimsókn í 3 bekk grunnskólans og fræddum þau um eldvarnir og tóku nemendur þátt í eldvarnargetraun.  Ragnar Natan Reynisson, nemandi í 3. b., vann til verðlauna í getrauninni. Ívar Páll Bjartmarsson slökkviliðsstjóri og Ágúst Freyr Bjartmarsson vara slökkviliðsstjóri fóru á  einn, einn, tveir daginn og veittu Ragnari verðlaunin og voru meðfylgjandi myndir tekin við það tilefni.

IMG_9026

IMG_9031

Einn Einn tveir dagurinn

IMG_4377

Tókum við þátt í einn, einn, tveir deginum með öðrum viðbragðsaðilum á svæðinu, fórum með tvo bíla, reykköfunartæki og fleirra til að leyfa krökkunum skoða, afhendum öllum nemendum límmiða með símanúmeri neyðarlínunar og gáfum öllum bókina um eldvarnir heimilissins. það er hægt að skoða bókina á forsíðunni hjá okkur í pdf formati.

Hægt er að sjá fleiri myndir með því að smella á Read more…

Continue reading