prufa 4
prufa 1
prufa 2
prufa 3

Flott mynd af slökkvistöðinni Vík

Fékk þessa flottu mynd senda um daginn. Það var hún Patrycja Pati Makowska sem sendi okkur myndi. Hún er einn af slökkviliðsmönnunum okkar.

Æfingar á nýja bílinn

Þessa dagnana erum við að æfa okkur á nýja bílinn. Erum mjög ánægðir með það hvað dælan er einföld og menn fljótir að læra á hana.

Nýr bíll

Á einn einn tveir daginn tókum við við nýjum slökkvibíl frá fyrirtækinu Feuerwehrtechnikberlin sem staðsett er í berlín. Á myndini má sjá Tobias Gantevoort afhenda Ívari Páli slökkviliðsstjóra lykla af nýja bílnum. Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um bílinn.

MAN TGM 18.340
Árgerð 2017 (Nýskráður á íslandi)
340 hestöfl Euro VI
Beinskiptur
Tvöfalt hús (6 manna)
5000 l tankur
4000 l dæla
Eitt háþrýsihjól 50 metrar
Mónitor á þaki 2000 l
Led ljósamastur
Led lýsing í skáp
Led vinnu lýsing
Miðstöð í skáp
9 tonna spil
Myndavél að aftan.

Heimsókn leikskólabarna í slökkvistöðina

20160920_094624

það komu nokkur börn úr leikskólanum í heimsókn í slökkvistöðina í dag. Voru þau mjög áhugasöm um bílanna og annan búnað. Hver veit nema þarna séu slökkviliðsmenn framtíðarinar á ferð.

Æfing í kaldri reykköfun

IMG_6022

Þann 1 mars var haldin æfing í kaldri reykköfun, Voru þetta tvær æfingar sem haldnar voru. Annars vegar var búin til þrautabraut í íþróttahúsinu sem þurfti að fara blindandi og hins vera æfing í slökkvistöðinni þar sem notaður var reykur.

Dæluæfing 16 febrúar 2016

IMG_9584

Vorum með dæluæfingu í kuldanum og rokinu þriðjudaginn 16 febrúar, prófuðum að nota þrjár mismunandi gerðir af dælum og notuðum sundlaugina okkar sem forðabúr.

Eldvarnarátakið 2015

20151120_104901

Eldvarnarátakið 2015 stendur nú yfir og fór tveir frá slökkviliðnu og heimsóttu 3 bekk í grunnskólanum. Verkefnið byggist á að kynna Loga og Glóð sem eru sérlegir aðstoðamenn við fræðsluna og fá öll börn í 3. bekk söguna af baráttu þeirra systkina við Brennu-Varg að gjöf.

Reykköfunaræfing 11 nóvember

IMG_1840bw

Vorum með æfingu í kaldri reykköfun með áherslu á fjarskipti í gömlu Lóranstöðinni uppi á Reynisfjalli. Fylltum við hana af reyk og sendum svo menn inn og áttu þeir að finna hluti búið var að koma fyrir inni í húsinu.

Reykköfunaræfing nýliða 10 nóvember

20151110_215539 (1)

Vorum með æfingu í meðferð reykköfunartækja í slökkvistöðinni. Voru nýliðarnir látnir fara þrautarbaut en þeir voru blindaðir og áttu að finna nokkra brúsa hér og þar um stöðina.

Bóklega próf Brunamálaskólans

þann 31 október var haldið bóklegt próf í brunamálaskólanum. Það voru sjö frá okkur sem tóku prófið. Framundan hjá þeim er að klára veklegar æfingarnar og taka svo lokapróf og verða þar með slökkviliðsmenn.

slokkvilidid vik logotop_logo

Hafa samband

Ef þig vantar aðstoð hringið þá í Neyðarlínuna í síma 112

Ef þú vilt senda okkur tölvupóst sendu þá á slokkvilid.vik@gmail.com

Slökkvitækjaþjónusta

Hér kemur texti um slökkvitækjaþjónustu

112

eldvarnabandalagid