Brunarvarnaráætlun Mýrdalshrepps

þann 19 maí var skrifað undir brunavarnaráætlun Mýrdalshrepps sem gildir næstu fimm árin. Á myndini má sjá Ívar Páll Bjartmarsson Skökkviliðsstjóra, Björn Karlsson forstjóra Mannvirkjastofunar, Ásgeir Magnússon sveitarstjóra Mýrdalshrepps og Ágúst Freyr Bjartmarsson Vara slökkviliðstjóra.

Gjaldskrá

Slökkviliðs Mýrdalshrepps. KAFLI Almennt. gr. Verkefni Slökkviliðs Mýrdalshrepps (SM) ákvarðast annars vegar af lögum um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og hins vegar af ákvæðum í samþykktum SM. gr. SM innheimtir ferða- og uppihaldskostnað í samræmi við reglur ferðakostnaðarnefndar fjármála- og efnahagsráðuneytisins. gr. Slökkviliðsstjóra er heimilt að fella niður gjald vegna starfsemi ef verkefni telst þjóna almanna­hagsmunum og/eða fellur að markmiðum sem SM eru sett í samþykktum. KAFLI Lögbundin verkefni. gr. Sé ákvæðum 2. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum beitt skal eigandi eða umráðamaður mannvirkis eða lóðar bera kostnað samkvæmt gjaldskrá af eftirliti með því að farið hafi … Lesa áfram Gjaldskrá

Nýr bíll

Á einn einn tveir daginn tókum við við nýjum slökkvibíl frá fyrirtækinu Feuerwehrtechnikberlin sem staðsett er í berlín. Á myndini má sjá Tobias Gantevoort afhenda Ívari Páli slökkviliðsstjóra lykla af nýja bílnum. Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um bílinn. MAN TGM 18.340 Árgerð 2017 (Nýskráður á íslandi) 340 hestöfl Euro VI Beinskiptur Tvöfalt hús (6 manna) 5000 l tankur 4000 l dæla Eitt háþrýsihjól 50 metrar Mónitor á þaki 2000 l Led ljósamastur Led lýsing í skáp Led vinnu lýsing Miðstöð í skáp 9 tonna spil Myndavél að aftan.

Æfing í kaldri reykköfun

Þann 1 mars var haldin æfing í kaldri reykköfun, Voru þetta tvær æfingar sem haldnar voru. Annars vegar var búin til þrautabraut í íþróttahúsinu sem þurfti að fara blindandi og hins vera æfing í slökkvistöðinni þar sem notaður var reykur.

Eldvarnarátakið 2015

Eldvarnarátakið 2015 stendur nú yfir og fór tveir frá slökkviliðnu og heimsóttu 3 bekk í grunnskólanum. Verkefnið byggist á að kynna Loga og Glóð sem eru sérlegir aðstoðamenn við fræðsluna og fá öll börn í 3. bekk söguna af baráttu þeirra systkina við Brennu-Varg að gjöf.

Reykköfunaræfing 11 nóvember

Vorum með æfingu í kaldri reykköfun með áherslu á fjarskipti í gömlu Lóranstöðinni uppi á Reynisfjalli. Fylltum við hana af reyk og sendum svo menn inn og áttu þeir að finna hluti búið var að koma fyrir inni í húsinu.