Eldvarnarátakið 2015

Eldvarnarátakið 2015 stendur nú yfir og fór tveir frá slökkviliðnu og heimsóttu 3 bekk í grunnskólanum. Verkefnið byggist á að kynna Loga og Glóð sem eru sérlegir aðstoðamenn við fræðsluna og fá öll börn í 3. bekk söguna af baráttu þeirra systkina við Brennu-Varg að gjöf.

Reykköfunaræfing 11 nóvember

Vorum með æfingu í kaldri reykköfun með áherslu á fjarskipti í gömlu Lóranstöðinni uppi á Reynisfjalli. Fylltum við hana af reyk og sendum svo menn inn og áttu þeir að finna hluti búið var að koma fyrir inni í húsinu.

Bóklega próf Brunamálaskólans

þann 31 október var haldið bóklegt próf í brunamálaskólanum. Það voru sjö frá okkur sem tóku prófið. Framundan hjá þeim er að klára veklegar æfingarnar og taka svo lokapróf og verða þar með slökkviliðsmenn.

Verklega lokapróf brunamálaskólans 30 og 31 maí

Hér má sjá hópinn í Vík Hér má sjá hópinn sem tók þátt Hveragerði Dagana 30 og 31 maí var haldið verklega lokapróf brunamálaskólans hér í Vík og í Hveragerði. Í Vík var vatnsöflun og köld reykköfun. Voru 12 slökkviliðsmenn sem tóku þátt í á laugardeginum en þá var farið í það að leggja frá brunahana og dæla úr Víkuránni. Einnig var farið í kalda reykköfun í Vík . Á sunnudeginum fóru svo 8 menn til þeirra hjá Brunavörnum Árnessýslu og tóku próf í heitri reykköfun.

Starfsfólk Icelandair hótel Vík og Víkurskála á öryggisnámskeiði

    Fórum við þrír frá slökkviliðinu og hittum starfsfólk Icelandair hótel Vík og víkurskála,  fórum yfir með þeim öryggismál og hvar slökkvitæki eru staðsett. þegar að búið var að fara í gönguferð um hótelið var fólkinu boðið út fyrir hús og þar fékk það að nota eldvarnarteppi og nokkar gerðir af slökkvitækjum. Tókst þetta í alla staði vel og erum við vissir um að þetta mum nýtast þeim vel.

Köld reykköfun æfing 6 mars

Marsæfinginn okkar var köld reykköfun. Fengum lánaða íbúð hjá sveitarfélaginu til að nota við æfinguna, fylltum við húsið af reyk og sendum menn inn og áttu þeir að finna brúsa sem var búið að setja hér og þar um húsið. Gekk æfingin í alla staði mjög vel. Þökkum sveitarfélagi fyrir lánið á húsinu. Til að sjá fleiri myndir smellið á Read more….