Eldvarnarátakið 2015

Eldvarnarátakið 2015 stendur nú yfir og fór tveir frá slökkviliðnu og heimsóttu 3 bekk í grunnskólanum. Verkefnið byggist á að kynna Loga og Glóð sem eru sérlegir aðstoðamenn við fræðsluna og fá öll börn í 3. bekk söguna af baráttu þeirra systkina við Brennu-Varg að gjöf.

Verklega lokapróf brunamálaskólans 30 og 31 maí

Hér má sjá hópinn í Vík Hér má sjá hópinn sem tók þátt Hveragerði Dagana 30 og 31 maí var haldið verklega lokapróf brunamálaskólans hér í Vík og í Hveragerði. Í Vík var vatnsöflun og köld reykköfun. Voru 12 slökkviliðsmenn sem tóku þátt í á laugardeginum en þá var farið í það að leggja frá brunahana og dæla úr Víkuránni. Einnig var farið í kalda reykköfun í Vík . Á sunnudeginum fóru svo 8 menn til þeirra hjá Brunavörnum Árnessýslu og tóku próf í heitri reykköfun.

Starfsfólk Icelandair hótel Vík og Víkurskála á öryggisnámskeiði

    Fórum við þrír frá slökkviliðinu og hittum starfsfólk Icelandair hótel Vík og víkurskála,  fórum yfir með þeim öryggismál og hvar slökkvitæki eru staðsett. þegar að búið var að fara í gönguferð um hótelið var fólkinu boðið út fyrir hús og þar fékk það að nota eldvarnarteppi og nokkar gerðir af slökkvitækjum. Tókst þetta í alla staði vel og erum við vissir um að þetta mum nýtast þeim vel.

Köld reykköfun æfing 6 mars

Marsæfinginn okkar var köld reykköfun. Fengum lánaða íbúð hjá sveitarfélaginu til að nota við æfinguna, fylltum við húsið af reyk og sendum menn inn og áttu þeir að finna brúsa sem var búið að setja hér og þar um húsið. Gekk æfingin í alla staði mjög vel. Þökkum sveitarfélagi fyrir lánið á húsinu. Til að sjá fleiri myndir smellið á Read more….

Flóttaleiðir

Farðu út, vertu úti……. Þegar eldur kemur upp þar sem þú sefur geta hiti og reykur valdið dauða nema þú hafir áætlun um hvernig bregðast eigi við, til dæmis um flótta úr svefnherbergi á örfáum sekúndum. Áætlunin krefst: Reykskynjara Flóttaleiða Flóttaáætlunar sem teiknuð er á blað Fjölskylduumræðna og æfinga. Þú þarft að hafa a.m.k. tvær flóttaleiðir. Þær geta verið: Framdyr og bakdyr Veggsvalir Nægilega stór hliðarhengdur gluggi með neyðarstiga af efri hæðum Svefnherbergisgluggar Mundu að tryggja að flóttaleiðir séu ávallt greiðfærar. Skref 1 Nauðsynlegt er að hafa tvær flóttaleiðir. Hafðu ávallt tvær leiðir greiðar frá hverju herbergi heimilisins, sérstaklega frá svefnherbergjunum. Gerðu teikningu af heimili þínu þar sem sjáanlegar eru allar […]

Slökkvibúnaður

Slökkvitæki getur bjargað málunum Vertu með eldvarnateppi og handslökkvitæki á heimili þínu. Sé þeim beitt tímanlega og með réttum hætti, geta tækin komið í veg fyrir stórtjón. Staðsettu slökkvitækið á vegg nærri útgangi og eldvarnateppið á vegg í eða nærri eldhúsi.  Slökkvitæki Handslökkvitækjum er ætlað að slökkva eld á byrjunarstigi áður en hann vex og verður óviðráðanlegur. Til eru nokkrar gerðir handslökkvitækja sem eru ætlaðar á mismunandi elda. Eldar eru flokkaðir í þrjá meginflokka; A, B og C elda. „A“ er bruni í föstum, yfirleitt lífrænum efnum þar sem bruni myndar oftast glóð. „B“ er bruni í vökvum eða föstu efni sem bráðnar. „C“ er bruni í gasi (lofttegund). Helstu gerðir handslökkvitækja […]

Reykskynjarar

Reykskynjarar geta bjargað lífi þínu!  Reykskynjarar eru ódýr öryggistæki sem eiga að vera á hverju heimili.. Skerandi vælið í þeim getur bjargað mannslífum. En til þess þurfa þeir að vera nægjanlega margir, rétt staðsettir, vera af réttri gerð, vera í lagi og hafa góða rafhlöðu. Mismunandi gerðir Til eru nokkrar gerðir reykskynjara og getur borgað sig að hafa fleiri en eina gerð á heimilinu. Jónískir Flestir venjulegir reykskynjarar á heimilum eru jónískir. Jónískir skynjarar nema allar stærðir reykagna. Jónískir skynjarar eru mjög næmir fyrir reyk sem myndast við opinn eld og bregðast fyrr við opnum eldi en optískir reykskynjarar.  Þeir eru góðir alhliða reykskynjarar í flest rými á heimilum.  Þeir eru hins […]

Eldvarnir á heimilum

Eldvarnir heimilisins Eru eldvarnirnar í lagi á þínu heimili? Eldvarnirnar miða fyrst og fremst að því að tryggja líf þitt og heilsu. Í öðru lagi geta eldvarnir dregið verulega úr tjóni á eignum þínum. Þú þarft fyrst og fremst að hafa eftirfarandi til staðar og í lagi: Reykskynjara. Nægjanlega marga og rétt staðsetta. Þekkingu á fyrstu viðbrögðum. Flóttaleiðir, nægilega margar og greiðfærar. Slökkvibúnað af réttri gerð og rétt staðsettan. Mundu símanúmer neyðarlínunnar 112.