Einn Einn tveir dagurinn

Tókum við þátt í einn, einn, tveir deginum með öðrum viðbragðsaðilum á svæðinu, fórum með tvo bíla, reykköfunartæki og fleirra til að leyfa krökkunum skoða, afhendum öllum nemendum límmiða með símanúmeri neyðarlínunar og gáfum öllum bókina um eldvarnir heimilissins. það er hægt að skoða bókina á forsíðunni hjá okkur í pdf formati. Hægt er að sjá fleiri myndir með því að smella á Read more…

Æfing í slökkvistöð 9 febrúar

Febrúaræfingin var haldið að þessu sinni í slökkvistöðinni, var mönnum skipt upp í tvo hópa. Annar hópurinn byrjaði á því að fara í skyndihjálp en hinn þurfti að skipuleggja slökkvistarf uppi á töflu. Þegar hóparnir voru búnir að fara á báðar stöðvarnar þá komu allri saman og hlustuðu á fyrirlestur um forgangsakstur hjá honum Kjartani lögreglumanni. Þökkum Kjartani lögreglumanni, Helgu þorbergs hjúkrunarkonu og Sigurði Gými sjúkraflutningamanni fyrir aðstoðina við þessa æfingu.

Klippuæfing 7. janúar 2015

Janúaræfingin var haldin í frekar vondu veðri á gámasvæðinu en þar var búið að setja upp árekstur tveggja bíla, Það var frekar léleg mæting á æfinguna en þeir fimm sem mættur fyrir utan okkur stjórnendur fengu betri æfingu fyrir vikið. Hægt er að sjá fleiri myndir með því að smella á Read more..