Flóttaleiðir

Farðu út, vertu úti……. Þegar eldur kemur upp þar sem þú sefur geta hiti og reykur valdið dauða nema þú hafir áætlun um hvernig bregðast eigi við, til dæmis um flótta úr svefnherbergi á örfáum sekúndum. Áætlunin krefst: Reykskynjara Flóttaleiða Flóttaáætlunar sem teiknuð er á blað Fjölskylduumræðna og æfinga. Þú þarft að hafa a.m.k. tvær flóttaleiðir. Þær geta verið: Framdyr og bakdyr Veggsvalir Nægilega stór hliðarhengdur gluggi með neyðarstiga af efri hæðum Svefnherbergisgluggar Mundu að tryggja að flóttaleiðir séu ávallt greiðfærar. Skref 1 Nauðsynlegt er að hafa tvær flóttaleiðir. Hafðu ávallt tvær leiðir greiðar frá hverju herbergi heimilisins, sérstaklega frá svefnherbergjunum. Gerðu teikningu af heimili þínu þar sem sjáanlegar eru allar […]

Slökkvibúnaður

Slökkvitæki getur bjargað málunum Vertu með eldvarnateppi og handslökkvitæki á heimili þínu. Sé þeim beitt tímanlega og með réttum hætti, geta tækin komið í veg fyrir stórtjón. Staðsettu slökkvitækið á vegg nærri útgangi og eldvarnateppið á vegg í eða nærri eldhúsi.  Slökkvitæki Handslökkvitækjum er ætlað að slökkva eld á byrjunarstigi áður en hann vex og verður óviðráðanlegur. Til eru nokkrar gerðir handslökkvitækja sem eru ætlaðar á mismunandi elda. Eldar eru flokkaðir í þrjá meginflokka; A, B og C elda. „A“ er bruni í föstum, yfirleitt lífrænum efnum þar sem bruni myndar oftast glóð. „B“ er bruni í vökvum eða föstu efni sem bráðnar. „C“ er bruni í gasi (lofttegund). Helstu gerðir handslökkvitækja […]

Reykskynjarar

Reykskynjarar geta bjargað lífi þínu!  Reykskynjarar eru ódýr öryggistæki sem eiga að vera á hverju heimili.. Skerandi vælið í þeim getur bjargað mannslífum. En til þess þurfa þeir að vera nægjanlega margir, rétt staðsettir, vera af réttri gerð, vera í lagi og hafa góða rafhlöðu. Mismunandi gerðir Til eru nokkrar gerðir reykskynjara og getur borgað sig að hafa fleiri en eina gerð á heimilinu. Jónískir Flestir venjulegir reykskynjarar á heimilum eru jónískir. Jónískir skynjarar nema allar stærðir reykagna. Jónískir skynjarar eru mjög næmir fyrir reyk sem myndast við opinn eld og bregðast fyrr við opnum eldi en optískir reykskynjarar.  Þeir eru góðir alhliða reykskynjarar í flest rými á heimilum.  Þeir eru hins […]

Eldvarnir á heimilum

Eldvarnir heimilisins Eru eldvarnirnar í lagi á þínu heimili? Eldvarnirnar miða fyrst og fremst að því að tryggja líf þitt og heilsu. Í öðru lagi geta eldvarnir dregið verulega úr tjóni á eignum þínum. Þú þarft fyrst og fremst að hafa eftirfarandi til staðar og í lagi: Reykskynjara. Nægjanlega marga og rétt staðsetta. Þekkingu á fyrstu viðbrögðum. Flóttaleiðir, nægilega margar og greiðfærar. Slökkvibúnað af réttri gerð og rétt staðsettan. Mundu símanúmer neyðarlínunnar 112.  

Um okkur

Útkallssvæði Landfræðilegt þjónustusvæði Slökkviliðs Mýrdalshrepps nær frá Blautukvísl á Mýrdalssandi að Jökulsá á Sólheimasandi. Í liðinu eru 19 einstaklingar Stjórnendur Ívar Páll Bjartmarsson slökkvliðsstjóri Sigurður Gýmir Bjartmarsson varaslökkviliðsstjóri Þjónusta Vatnsöflun og slökkvistarf utanhúss Slökkvistarf innanhúss og reykköfun Björgun fólks með klippum, glennum og öðrum útbúnaði, m.a. úr bílflökum Viðbrögð við mengunar- og eiturefnaslysum Eldvarnareftirlit Bílaflotinn Ford F350 tækjabill árgerð 2007. 86-161 Í bílnum eru klippur og glennur af Lukas stremliner gerð. Einnig er bifreiðin hugsuð til að ferja menn á brunastað og nýtast sem stjornunaraðstaða. MAN 19.403 FAK gerð með 400 hestafla vél,árgerð 1999 fjórhjóladrif með sídrif, háu og lágu drifi, læsingum og rafmagnsgírskiptingu. 86-151 Mannskapshús er einfalt eða fyrir […]

Liðsmenn

Stjórnendur Ívar Páll Bjartmarsson slökkviliðsstjóri Sigurður Gýmir Bjartmarsson varaslökkviliðsstjóri Ágúst Freyr Bjartmarsson Varðstjóri Bjarki Már Gunnarsson varðstjóri Sigurður Gýmir Bjartmarsson varðstjóri Slökkviliðsmenn Aron Jens Sturluson Árni Jóhannsson Benjamín Kjartansson Drífa Bjarnadóttir Grímur Örn Ágústson Guðmundur Kristján Rangarsson Guðni Tómasson Ívar Guðnason Jakub Kaźmierczyk Mikael Kjartansson Óðinn Gíslason Páll Tómasson Pálmi Kristjánsson Sigurður Elías Guðmundsson

Forsíða

[av_layerslider id=’3′] [av_two_third first] [av_blog blog_type=’posts’ link=’category’ blog_style=’single-big’ columns=’3′ contents=’excerpt’ content_length=’content’ preview_mode=’auto’ image_size=’portfolio’ items=’10’ offset=’0′ paginate=’yes’] [/av_two_third] [av_one_third] [av_textblock size=“ font_color=“ color=“] [/av_textblock] [av_tab_container position=’top_tab’ boxed=’border_tabs’ initial=’1′] [av_tab title=’Hafa samband’ icon_select=’yes’ icon=’ue81f’ font=’entypo-fontello’] Ef þig vantar aðstoð hringið þá í Neyðarlínuna í síma 112 Ef þú vilt senda okkur tölvupóst sendu þá á slokkvilid.vik@gmail.com [/av_tab] [av_tab title=’Slökkvitækjaþjónusta’ icon_select=’yes’ icon=’ue85a’ font=’entypo-fontello’] Hér kemur texti um slökkvitækjaþjónustu [/av_tab] [/av_tab_container] [av_textblock size=’10’ font_color=“ color=“] [/av_textblock] [av_textblock size=“ font_color=“ color=“] [/av_textblock] [/av_one_third][av_countdown date=“ hour=’12’ minute=’0′ min=’1′ max=’5′ align=’center’ size=“ style=’center’][/av_countdown]

Bílslys vestan við brúna á Kúðafljóti

Fóru fjórir menn frá okkur langleiðina að Kúðafljóti til að aðstoða vegna bílslys. Tveir bílar höfðu keyrt framan á hvorn annan svo úr varð harður árekstur. þegar fyrstu 4 voru komnir á staðinn þá var það metið þannig að ekki þyrfti meiri mannskap og var þá þeim mannskap sem lagður var af stað snúið við.  Ekki þurfti að beyta klippum.

Vinningur i eldvarnargetraun

Í Nóvember fóru Ívar Páll og Ágúst Freyr í heimsókn í 3 bekk grunnskólans og fræddum þau um eldvarnir og tóku nemendur þátt í eldvarnargetraun.  Ragnar Natan Reynisson, nemandi í 3. b., vann til verðlauna í getrauninni. Ívar Páll Bjartmarsson slökkviliðsstjóri og Ágúst Freyr Bjartmarsson vara slökkviliðsstjóri fóru á  einn, einn, tveir daginn og veittu Ragnari verðlaunin og voru meðfylgjandi myndir tekin við það tilefni.