Fyrirhugaðar skoðanir eldvarnareftirlits Mýrdalshrepps 2022

Samkvæmt reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit nr. 723/2017 skal slökkviliðsstjóri fyrir 1. febrúar ár hvert gefa út eftirlitsáætlun ársins þar sem ferð er grein fyrir því hvaða mannvikri, lóð og starfsemi í sveitafélaginu munu sækja eldvarnaeftirliti þar árið. Á ætlunin skal birt á vefsíðu slökkviliðs. Hér fyrir neðan er gert grein fyrir forsendum eftirlitáætlun og eftirlitsaðferðum Slökkviliðsins og meðfylgjandi er listi yfir þau mannvirki sem áformað er að skoða á árinu.

Forsenda fyrir eftirlitsaðferðum

 Við val á eftirlitsaðferð skal hofa til öryggis fólks og dýra. Notkunarflokkur mannvirkja skal vera ráðandi í valinu en hann lýsir áhættu þeirra sem þar dvelja. Ákvörðun notkunarflokks ræðs einkum af því hvort fólks sé staðkunnugt í húsnæði, hvort þar sofi þar eða ekki og hvort það geti sjálft bjargað sér út því við eldsvoða. Ef húsnæði innan sama mannvirkis er í mismunandi notkunarflokkum og deilir flóttaleiðum eða áhættum, skulu eldvarnir miðast við þarfir hæsta notkunarflokks í viðkomandi mannvirki. Við mat á eftirlitsaðferðum og skoðunarskyldu byggir slökkviliðsstjóri á lögum um brunavarnir nr.75/2000 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br. ásamt framlagðir brunavarnaáætlun og einnig á eftirfarandi reglugerðum.

· Reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit nr.723/2017
· Byggingarreglugerð nr. 112/2012.m.s.br.

Í reglugerð um eldarnir og eldvarnaeftirlit nr. 723/2017 er lögð áhersla á ábyrgð eiganda mannvirkja, en þar kemur m.a. fram að eigandi skal kynna sér kröfur um eldvarnir sem gilda um mannvirki, lóð þess og þá starfsemi sem þar fer fram. Þá skal hann afla sér þekkingar á þeim tæknibúnað og byggingarhlutum mannvirkisins sem hafa það hlutverk að gera viðvart um um eld eða takmarka afleiðingar ef eldur kemur upp. Einnig kemur fram að hafi aðrir afnotendur af eigninni er eigandi skylt að koma nauðsynlegu samstarfi við forráðmann til að tryggja að kröfum reglugerðarinnar séu uppfylltar Eigandi getur ekki takmarkað ábyrgð sína skv. reglugerð þessari með samningum.

Eftirlitsaðferðir sem stjórnvalds hafa það að markmiði að opinber afskipti verði eins takmörkuð og unnt er. Því verður dregið úr beinni ábyrgð hins opinbera á eftirliti en þess í stað lögð áhersla á ábyrgð þeirra eigenda og forráðamanna sem eftirlit beinist að og að aðilar nýti sér rafrænar lausnir

Flokkun mannvirkja eftir eftirlitaðferðum

Eins og áður hefur komið fram er horft til margra þátta við val á eftirlitsaðferðum og mun eftirfarandi flokkun ver ráðandi fyrir starfsár hverju sinni. Íbúðarhúsnæði,s.s. sérbýlishús, fjölbýlishús og frístundhús teljast í notkunarflokki 3, og eru ekki skoðunarskyld, sama gildir um íbúðarhúsnæði þar sem seld er skammtímagisting á grundvelli reglugerðar nr. 1277/2016 um gististaði og skemmtanahald.

Notkunarflokkar samkvæmt áætlaðri skoðun.

· Notkunarflokkur 1 og 2 skal skoða fjórða hvert ár
· Notkunarflokkur 4, óháð stærð, skal skoða einu sinni á ári
· Notkunarflokkur 5, óháð stærð, skal skoða einu sinni á ári
· Notkunarflokkur 6, óháð stærði, skal skoða einu sinni ári
· Sérstakar áhættu samkvæmt brunavarnaáætlun, skal skoða einu sinni á ári.

Hér má sjá lista yfir fyrirhugaðar skoðanir eldvarnareftirlits 2022.

Flokkar 4,5 og 6

Þéttbýli
1. Ársalir  Austurvegi 7 (4)
2. Kósý Vík Hátun 6 (4)
3. Dvalarheimilið Hjallatún Hátún 12 (5)
4. Hótel Vík í Mýrdal Klettsvegi 1-3 (4)
5. Tjaldsvæðiði Vík Klettsvegi 5 og 7 (4)
6. Grunn- og leikskóli Mánabraut 3-5 (5)
7. Íþróttamiðstöð Mánabraut 5
8. Guesthouse Carina Mýrarbratu 13 (4)
9. Vik Hostel  Norður Vík (4)
10. Vik Apartments Sléttuvegur4,6,8 og 12 (4)
11. Lundi Guesthouse Víkurbraut 24 (4)
12. Hótel Lundi Víkurbraut 26 (4)
13. Hótel Kría Sléttuvegi 12 (4)
14. Vik Cottages Klettsvegi 3 (4)

Dreifbýli

1.Ferðaþjónustan Brekkum (4)
2. Ferðaþjónustan Eystri Sólheimum (4)
3. Ferðaþjónustan Görðum (4)
4. Ferðaþjónustan Giljum (4)
5. Ferðaþjónustan Götum (4)
6. Ferðaþjonustan Hvammbóli (4)
7. Ferðaþjónustan Pétursey (4)
8. Ferðaþjónustan Reyni (4)
9. Ferðaþjonustan Sólheimahjáleigu (4)
10. Ferðaþjónustan Suður Hvoli (4)
11. Ferðaþjónustan Skammadal (4)
12. Ferðaþjónustan Kerlingadal (4)
13. Hótel Dyrhólaey Brekkum 1 (4)
14. Hótel Búrfell Steig (4)
15. Hótel Vellir Völlum (4)
16. Hótel katla Höfðabrekku (4)
17. Black Beach Norður Fossi (4)
18. The Barn Norður Fossi (4)
19. Farmhouse Lodge Skeiðflöt (4)
20. Presthús 2 Guesthouse Presthúsum (4)
21. Þakgil smáhýsi Þakgili (4)

Flokkar 1 og 2

1.Verslunarmiðstöð Austurvegi 20 (2) vegna stærðar og fólksfölda
2. Veitingarhúsið Suður Vík (2) vegna fólksfjölda
3. Veitingahúsið ströndin Austurvegi 18 (2) vegna fólksfjölda
4. Veitingarhúsið Halldórskaffi Víkurbraut 28 (2) vegna fólksfjölda
5. Súpu eldhúsið og lacashow Víkurbraut 5 (2) Vegna eldhættu og fólksfjölda
6. Veitingahúsið Smiðjan Brugghús Sunnubraut 15. (2) vegna fólksfjölda
7. Veitingahúsið Svarta Fjaran (2) vegna fólksfjölda
8. Félagsheimilið leikskálar Víkurbraut 8 (2) vegna fólksfjölda
9. Félagsheimilið Eyrarland (2) vegna fólksfjölda
10. Vegagerðin (2)
11. Brydebúð  (2) Menningarverðmæti
12. Bifreiðaverkstæðið Framrás (2) Eldhætta