Mismunandi gerðir
Til eru nokkrar gerðir reykskynjara og getur borgað sig að hafa fleiri en eina gerð á heimilinu.
Flestir venjulegir reykskynjarar á heimilum eru jónískir. Jónískir skynjarar nema allar stærðir reykagna. Jónískir skynjarar eru mjög næmir fyrir reyk sem myndast við opinn eld og bregðast fyrr við opnum eldi en optískir reykskynjarar. Þeir eru góðir alhliða reykskynjarar í flest rými á heimilum. Þeir eru hins vegar einnig næmir fyrir raka, hita og brælu frá matargerð og henta því ekki í eða við þvottahús og eldhús.
Optískir
Optískir skynjarar bregðast einnig skjótt við reyk, en nema betur reyk sem myndast við upphaf glóðarbruna, t.d. í sófum. Þeir eru ekki eins næmir fyrir raka, hita og brælu og henta því t.d. vel í eða við eldhús og þvottahús.Í alrými er gott að hafa bæði jónískan og optískan skynjara.
Hitaskynjarar
Hitaskynjarar nema hita en ekki reyk. Þeir þykja heppilegir til dæmis í bílskúra og eldhús.
Gasskynjarar
Gasskynjarar skynja gas og eru nauðsynlegir þar sem hætta er á gasleka. Þeir sem nota gas til eldunar ættu að setja gasskynjara á sökkul innréttingarinnar. Gasskynjara þarf að endurnýja á fimm ára fresti og þeir koma ekki í stað reykskynjara.Kolsýringsskynjarar
Kolsýringsskynjarar greina þegar óvenjulega mikill kolsýringur myndast. Þeir gefa frá sér hljóð og rautt ljós blikkar. Ef gas brennur þar sem engin loftræsting er brennir það smám saman upp súrefni og um leið eykst kolsýringur í andrúmsloftinu. Hann er ósýnilegur, lyktarlaus og bragðlaus, hefur sljóvgandi áhrif og leiðir til dauða ef ekki er brugðist við í tæka tíð. Mælt er með því að skynjarinn sé settur í herbergi eða nálægt herbergjum sem í eru tæki sem brenna gasi til eldunar eða upphitunar. Best er að setja skynjarann í loft, tvo til þrjá metra lárétt frá gastækinu og 30cm frá vegg, í herbergjum þar sem gasbrennarar eru. Ítarlegar upplýsingar fylgja þegar keyptir eru reykskynjarar og er fólk hvatt til þess að kynna sér þær rækilega. Ávallt ber að velja viðurkenndan búnað.
Staðsetning reykskynjara
Staðsettu reykskynjarana ávallt eins hátt uppi eins og hægt er vegna þess að reykur stígur upp. Staðsetjið þó aldrei reykskynjarana í kverkinni milli lofts og veggjar, vegna þess að. u.þ.b. 25 cm svæði niður á vegginn eða út á loftið er oft á tíðum reyklaust. Forðist að setja reykskynjara á það svæði. Í risi eða á hallandi lofti skal staðsetja skynjarana eins ofarlega og hægt er.
Í opnum stigagöngum þar sem hvorki eru hurðir niðri eða uppi, skal staðsetja reykskynjara á hverjum þeim stað þar sem má ætla að reykur nái að stöðvast á leið sinni upp stigaganginn. Þar sem hurð er efst í kjallarastiga, er best að staðsetja reykskynjarann neðst við stigann, þar sem dautt loft getur verið til staðar efst í stiganum við dyrnar og hindrað að reykur nái þangað fyrr en seint og um síðir. Staðsetjið reykskynjara ekki nálægt gluggum, hurðum eða á öðrum þeim stöðum þar sem dragsúgur getur hindrað starfsemi þeirra.
Hvar og hvernig
Hvernig reyksskynjara á að hafa og hvar eiga þeir að vera? Híbýli manna eru mismunandi og því verður að meta hvert húsnæði með tilliti til stærðar og gerðar. Hér eru nokkur atriði sem ættu að hjálpa þér við val og staðsetningu. Einnig getur þú smellt á myndirnar hér að neðan til þess að skoða staðsetningu og gerð reykskynjara í íbúð í fjölbýli og sérbýli,
Á nútíma heimili ætti að vera einn reykskynjari í hverju herbergi. Sérstaklega á þetta við um barnaherbergi þar sem tölva, sjónvarp og hljómflutningstæki eru til staðar. Einnig þarf reykskynjara í stofuna, við eldhúsið, við þvottahúsið, á ganga og í bílskúrinn. Ef hús er á mörgum hæðum þurfa reykskynjarar að vera á hverri hæð.
Hvernig?
Til þess að velja rétta tegund getum við haft til hliðsjónar umfjöllunina um jóníska og optíska reykskynjara.
Stofan
Ef sjónvarp og önnur rafmagnstæki eru í stofunni ætti að vera optískur skynjari.
Eldhúsið
Ekki skal setja reykskynjarann inn í eldhúsið heldur við það. Optískur reykskynjari verður þar fyrir valinu því minni hætta er á falsboðum frá honum.
Svefnherbergi
Ef raftæki eins og sjónvarp, hljómflutningstæki og tölva eru í herberginu, ætti að vera optískur reykskynjari þar, en annars jónískur.
Opin rými
Í ganga og stigaop eru jónískir reykskynjarar æskilegir.
Þvottahúsið
Í þvottahúsið setjum við optískan reykskynjara því jónískur reykskynjari er vís með að vera með falsboð vegna gufu. Ef optíski reykskynjarinn er inni í þvottahúsinu og fer oft í gang vegna gufu, skaltu prófa að færa hann og setja hann við þvottahúsið.
Bílskúrinn
Í bílskúrnum ætti að vera optískur reykskynjari, en ef mikið er unnið í bílskúrnum við smíðar, rafsuðu og þess háttar, ætti þar að vera hitaskynjari. Best er ef reykskynjarinn í bílskúrnum er tengdur við annan inni í íbúðinni.
Hvernig?
Til þess að velja rétta tegund getum við haft til hliðsjónar umfjöllunina um jóníska og optíska reykskynjara.
Stofan
Ef sjónvarp og önnur rafmagnstæki eru í stofunni ætti að vera optískur skynjari.
Eldhúsið
Ekki skal setja reykskynjarann inn í eldhúsið heldur við það. Optískur reykskynjari verður þar fyrir valinu því minni hætta er á falsboðum frá honum.
Svefnherbergi
Ef raftæki eins og sjónvarp, hljómflutningstæki og tölva eru í herberginu, ætti að vera optískur reykskynjari þar, en annars jónískur.
Opin rými
Í ganga og stigaop eru jónískir reykskynjarar æskilegir.
Þvottahúsið
Í þvottahúsið setjum við optískan reykskynjara því jónískur reykskynjari er vís með að vera með falsboð vegna gufu. Ef optíski reykskynjarinn er inni í þvottahúsinu og fer oft í gang vegna gufu, skaltu prófa að færa hann og setja hann við þvottahúsið.
Bílskúrinn
Í bílskúrnum ætti að vera optískur reykskynjari, en ef mikið er unnið í bílskúrnum við smíðar, rafsuðu og þess háttar, ætti þar að vera hitaskynjari. Best er ef reykskynjarinn í bílskúrnum er tengdur við annan inni í íbúðinni.