Um okkur

kort

Útkallssvæði

Landfræðilegt þjónustusvæði Slökkviliðs Mýrdalshrepps nær frá Blautukvísl á Mýrdalssandi að Jökulsá á Sólheimasandi.

Í liðinu eru 19 einstaklingar

Stjórnendur
Ívar Páll Bjartmarsson slökkvliðsstjóri
slokkvilid.vik@gmail.com

Ágúst Freyr Bjartmarsson varaslökkviliðsstjóri

Þjónusta
Vatnsöflun og slökkvistarf utanhúss
Slökkvistarf innanhúss og reykköfun
Björgun fólks með klippum, glennum og öðrum útbúnaði, m.a. úr bílflökum
Viðbrögð við mengunar- og eiturefnaslysum
Eldvarnareftirlit

Bílaflotinn

ford

Ford F350 tækjabill árgerð 2007.
86-161

Í bílnum eru klippur og glennur af Lukas stremliner gerð. Einnig er bifreiðin hugsuð til að ferja menn á brunastað og nýtast sem stjornunaraðstaða.
_ppm8326

MAN 19.403 FAK gerð með 400 hestafla vél,árgerð 1999 fjórhjóladrif með sídrif, háu og lágu drifi, læsingum og rafmagnsgírskiptingu.
86-151

Mannskapshús er einfalt eða fyrir tvo menn. Tankur er á bílum sem tekur 6000 l af vatni. Bifreiðin er með Travel Power 4,5 kW rafal við vél, loftdrifið ljósamastur 3 x 500W 4,6 m., rafdrifið 6 tonna Warn spil, uppbyggt tvískipt pústkerfi ofl. Sett var á bílinn bedford dæla

20170204_150922

MAN TGM 18.340 með 340 hestafla vél, árgerð 2017 fjórhjóladrif með háu og láu drifi, læsingum, beinskiptur.
86-131
Mannskapshús er sex manna og  fjórum reykköfunarstólum. Tankur tekur 4500 lítra af vatni og 500 lítra af froðu. Dæla dælir 4.000 l/mín, mónitor er á þaki og 50 metra háþrýsikefli, Led lýsing er í skápum, ljósamastri og vinnuljósum. 9 tonna spil er að framan og bakkmyndavél.