Um okkur

kort

Útkallssvæði

Landfræðilegt þjónustusvæði Slökkviliðs Mýrdalshrepps nær frá Blautukvísl á Mýrdalssandi að Jökulsá á Sólheimasandi.

Í liðinu eru 19 einstaklingar

Stjórnendur
Ívar Páll Bjartmarsson slökkvliðsstjóri

Sigurður Gýmir Bjartmarsson varaslökkviliðsstjóri

Þjónusta
Vatnsöflun og slökkvistarf utanhúss
Slökkvistarf innanhúss og reykköfun
Björgun fólks með klippum, glennum og öðrum útbúnaði, m.a. úr bílflökum
Viðbrögð við mengunar- og eiturefnaslysum
Eldvarnareftirlit

Bílaflotinn

ford

Ford F350 tækjabill árgerð 2007.
86-161

Í bílnum eru klippur og glennur af Lukas stremliner gerð. Einnig er bifreiðin hugsuð til að ferja menn á brunastað og nýtast sem stjornunaraðstaða.
_ppm8326

MAN 19.403 FAK gerð með 400 hestafla vél,árgerð 1999 fjórhjóladrif með sídrif, háu og lágu drifi, læsingum og rafmagnsgírskiptingu.
86-151

Mannskapshús er einfalt eða fyrir tvo menn. Tankur er á bílum sem tekur 6000 l af vatni. Bifreiðin er með Travel Power 4,5 kW rafal við vél, loftdrifið ljósamastur 3 x 500W 4,6 m., rafdrifið 6 tonna Warn spil, uppbyggt tvískipt pústkerfi ofl. Sett var á bílinn bedford dæla

20170204_150922

MAN TGM 18.340 með 340 hestafla vél, árgerð 2017 fjórhjóladrif með háu og láu drifi, læsingum, beinskiptur.
86-131
Mannskapshús er sex manna og  fjórum reykköfunarstólum. Tankur tekur 4500 lítra af vatni og 500 lítra af froðu. Dæla dælir 4.000 l/mín, mónitor er á þaki og 50 metra háþrýsikefli, Led lýsing er í skápum, ljósamastri og vinnuljósum. 9 tonna spil er að framan og bakkmyndavél.