Brunarvarnaráætlun Mýrdalshrepps

þann 19 maí var skrifað undir brunavarnaráætlun Mýrdalshrepps sem gildir næstu fimm árin. Á myndini má sjá Ívar Páll Bjartmarsson Skökkviliðsstjóra, Björn Karlsson forstjóra Mannvirkjastofunar, Ásgeir Magnússon sveitarstjóra Mýrdalshrepps og Ágúst Freyr Bjartmarsson Vara slökkviliðstjóra.

Nýr bíll

Á einn einn tveir daginn tókum við við nýjum slökkvibíl frá fyrirtækinu Feuerwehrtechnikberlin sem staðsett er í berlín. Á myndini má sjá Tobias Gantevoort afhenda Ívari Páli slökkviliðsstjóra lykla af nýja bílnum. Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um bílinn.

MAN TGM 18.340
Árgerð 2017 (Nýskráður á íslandi)
340 hestöfl Euro VI
Beinskiptur
Tvöfalt hús (6 manna)
5000 l tankur
4000 l dæla
Eitt háþrýsihjól 50 metrar
Mónitor á þaki 2000 l
Led ljósamastur
Led lýsing í skáp
Led vinnu lýsing
Miðstöð í skáp
9 tonna spil
Myndavél að aftan.

Æfing í kaldri reykköfun

IMG_6022

Þann 1 mars var haldin æfing í kaldri reykköfun, Voru þetta tvær æfingar sem haldnar voru. Annars vegar var búin til þrautabraut í íþróttahúsinu sem þurfti að fara blindandi og hins vera æfing í slökkvistöðinni þar sem notaður var reykur.

Eldvarnarátakið 2015

20151120_104901

Eldvarnarátakið 2015 stendur nú yfir og fór tveir frá slökkviliðnu og heimsóttu 3 bekk í grunnskólanum. Verkefnið byggist á að kynna Loga og Glóð sem eru sérlegir aðstoðamenn við fræðsluna og fá öll börn í 3. bekk söguna af baráttu þeirra systkina við Brennu-Varg að gjöf.

Reykköfunaræfing 11 nóvember

IMG_1840bw

Vorum með æfingu í kaldri reykköfun með áherslu á fjarskipti í gömlu Lóranstöðinni uppi á Reynisfjalli. Fylltum við hana af reyk og sendum svo menn inn og áttu þeir að finna hluti búið var að koma fyrir inni í húsinu.