Monthly Archives: nóvember 2015

Eldvarnarátakið 2015

20151120_104901

Eldvarnarátakið 2015 stendur nú yfir og fór tveir frá slökkviliðnu og heimsóttu 3 bekk í grunnskólanum. Verkefnið byggist á að kynna Loga og Glóð sem eru sérlegir aðstoðamenn við fræðsluna og fá öll börn í 3. bekk söguna af baráttu þeirra systkina við Brennu-Varg að gjöf.

Reykköfunaræfing 11 nóvember

IMG_1840bw

Vorum með æfingu í kaldri reykköfun með áherslu á fjarskipti í gömlu Lóranstöðinni uppi á Reynisfjalli. Fylltum við hana af reyk og sendum svo menn inn og áttu þeir að finna hluti búið var að koma fyrir inni í húsinu.

Bóklega próf Brunamálaskólans

þann 31 október var haldið bóklegt próf í brunamálaskólanum. Það voru sjö frá okkur sem tóku prófið. Framundan hjá þeim er að klára veklegar æfingarnar og taka svo lokapróf og verða þar með slökkviliðsmenn.