Monthly Archives: mars 2015

Starfsfólk Icelandair hótel Vík og Víkurskála á öryggisnámskeiði

IMG_0452    IMG_0459

Fórum við þrír frá slökkviliðinu og hittum starfsfólk Icelandair hótel Vík og víkurskála,  fórum yfir með þeim öryggismál og hvar slökkvitæki eru staðsett. þegar að búið var að fara í gönguferð um hótelið var fólkinu boðið út fyrir hús og þar fékk það að nota eldvarnarteppi og nokkar gerðir af slökkvitækjum. Tókst þetta í alla staði vel og erum við vissir um að þetta mum nýtast þeim vel.

Köld reykköfun æfing 6 mars

IMG_4398

Marsæfinginn okkar var köld reykköfun. Fengum lánaða íbúð hjá sveitarfélaginu til að nota við æfinguna, fylltum við húsið af reyk og sendum menn inn og áttu þeir að finna brúsa sem var búið að setja hér og þar um húsið. Gekk æfingin í alla staði mjög vel.

Þökkum sveitarfélagi fyrir lánið á húsinu.

Til að sjá fleiri myndir smellið á Read more…. Continue reading